Lýsing
Huskup ferðamálið er búið til úr hrísgrjónaskalli, sem er ysta lag hrísgrjóna og fellur til við framleiðslu þeirra. Hugmyndin á bak við ferðamálið var að búa til algjörlega plastlausa vöru, koma í veg fyrir notkun á einnota kaffimálum og nota afgangsafurð sem endaði annars í landfyllingu í eitthvað nytsamlegt. Hrísgrjónaskall er sterkt og hefur stutta trefjaþræði sem veita viðnám við raka – og 125 milljónir tonna af því er hent árlega.
Til þess að varan væri 100% plastlaus var ekki notast við melamine plastefnið til þess að binda hrísgrjónaskallið saman og móta úr því bolla, heldur var náttúruleg sterkja notuð.
Huskup ferðamálin hafa uppfyllt öll ströngustu framleiðsluviðmið í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. Þau innihalda ekkert BPA, eiturefni, melamine eða þungamálma. Þau eru vottuð jarðgeranleg samkvæmt evrópska viðmiðinu EN13432.
Ferðamálið tekur 350 ml.
Kemur í stað einnota kaffibolla
Efni
Hrísgrjónaskall og sílíkon.
Laus við plast, PBA, melamine, polypropylene, eiturefni og málma
Umbúðir
Pappi
Upprunaland
Bretland
Meðhöndlun / Þrif
Má fara í efri grindina á uppþvottavélinni, en best er að handþvo málið.
Málinu er ekki ætlað til að halda drykk heitum í langan tíma.
Flokkast sem
Flokkast sem almennt rusl, umbúðirnar sem pappi
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.