Lýsing
Þessi vara er eingöngu seld eftir vigt í verslun Vistveru, á 1.200 kr./kg. Við hvetjum fólk til að koma með eigin ílát undir grænsápuna
Grænsápa, öðru nafni blautsápa er lágfreyðandi náttúrusápa, sem hentar vel til þvotta á ómeðhöndluðum trégólfum, tréþiljum, stein- og marmaraflísum, gólfdúkum og bakaraofnum. Blautsápa fjarlægir mjög vel ólykt og skilur eftir daufan gljáa um leið og hún hindrar að óhreinindi festist í hinu ómeðhöndlaða yfirborði.
Notkun
Venjuleg ræsting: Blandið 100 ml af Grænsápu í 5 l af volgu vatni. Látið sápuna í fötuna á undan vatninu.
Bökunarofnar: Berið blautsápuna innan í ofninn, hitið hann upp í 200°C. Látið ofninn kólna og strjúkið inn úr honum með rökum klút
Sem náttúrulegt skordýraeitur: Blandaðu vatni og úðaðu á plönturnar. Hefur reynst vel bæði inni og úti. Hér er fróðleg umfjöllun um eiturefnalausa garðaúðun: http://www.ruv.is/frett/ad-komast-af-an-gardaudunar
Kemur í stað hreinsisápu í plasti og sápu með plastögnum
Innihaldsefni
Sojasápa og jurtaolíur
Laus við plast og tilbúin litar- og lyktarefni
Stærð
Selt eftir vigt, 1.200 kr./kg
Umbúðir
Að eigin vali, við erum með glerflöskur til kaups sem geta hentað undir sápuna en mælum með að fólk komi með eigið ílát s.s. krukku eða dollu af einhverju tagi eða t.d. gamla grænsápubrúsann sinn.
Við vekjum athygli á því að áfyllingin tekur nokkurn tíma þar sem sápan rennur hægt um kranann, en við erum að leita að hentugra áfyllingartöppunaríláti fyrir grænsápuna.
Vistvera kaupir grænsápuna í stórpakkningum og skilar umbúðunum aftur til Mjöll/Frigg þegar sápan klárast
Upprunaland
Ísland
Flokkast sem
Þar sem sápan er hrein náttúruleg jurtasápa ætti hún að vera skaðlaus fyrir umhverfið. Við mælum auðvitað með að hún notist upp til agna.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.