Cora ball

6,990 kr.

Cora ball þjónar því hlutverki að draga úr mengun örplasts í hafi með því að ná plastþráðum úr þvottavatni áður en það skolast út í sjó með fráveitukerfinu. Föt úr gerviefnum eins og pólýester gefa frá sér örplastþræði við þvott.

Ekki til á lager

Vörulýsing

Cora ball þjónar því hlutverki að draga úr mengun örplasts í hafi með því að ná plastþráðum úr þvottavatni áður en það skolast út í sjó með fráveitukerfinu. Föt úr gerviefnum eins og pólýester gefa frá sér örplastþræði við þvott. Boltann má nota í allar þvottavélar og þurrkara. Nánari upplýsingar um notkun finnur þú hér neðar.

Innihaldsefni

Cora Ball er búin til úr 100% endurunnu plasti sem er mjúkt og þolir mikinn hita.

Umbúðir

Engar utan pappírsspjalds

Notkun

Cora ball er hannaður með þvottavélar í huga en má einnig nota í þurrkara. Best er að þrífa boltann þegar maður sér að safnast hafa nógu mikið af plastþráðum í boltanum að maður geti týnt þá úr miðjunni. Plastþræðina er ekki hægt að endurvinna og þá á að setja í almennt rusl (sama gildir um ló úr þurrkaranum). Boltinn er auðveldur í notkun og á að endast lengi.

Ekki er mælt með því að nota Cora ball með þvotti sem er með blúndum, þunnum hlýrum, prjónuðum eða hekluðum flíkum eða flíkum með mikið af lausum þráðum. Hægt er að nota boltann með slíkum þvotti ef flíkin er sett í þvottanet svo hún flækist ekki í boltanum.

Samkvæmt nýjustu rannsóknum á boltinn að ná að meðaltali um 26% af plastþráðum úr hverri þvottavél. Ef um stóra þvottavél er að ræða mæla framleiðendur með að það séu notaðir fleiri en 1 bolti.

Upprunaland

Vermont, Kanada.

Flokkast sem

Plast (má fara í endurvinnslutunnu)

Tengdar vörur

Shopping Cart