Ung börn munu elska að horfa á heiminn í gegnum linsuna á þessari gulu leikmyndavél frá Plan Toys. Hægt er að snúa (kaleidoscope) linsunni. Það er hægt að ýta á hnappinn og það er úlnliðsól eins og á raunverulegum myndavélum. Fullkomin vél fyrir litla upprennandi ljósmyndara!
Myndavélin er framleidd úr vistvænu gúmmítré og lituð með eiturefnalausum litarefnum. Þetta er klassískt leikfang sem mun líta stórkostlega út í hvaða leikherbergi sem er og er frábær gjöf fyrir börn.
Leikfangið stuðlar að talmáli og samskiptum, fínhreyfingum, lausn vandamála, félagslegri samkennd, sköpun og ímyndun.
Hentar frá 12 mánaða aldri.
Kemur í stað leikfanga úr gerviefnum
Efni
Viður úr gúmmítré, úr sjálfbærri (FSC) og kolefnisjafnaðri framleiðslu með náttúrulegum litum