Lýsing
Andlitsskrúbbur fjarlægir húðflögur, stuðlar að endurnýjun húðarinnar og eykur vellíðan.
Þessi djúphreinsandi andlitsskrúbbur stuðlar að sléttri og geislandi húð, dregur úr ummerkjum öldrunar og auðveldar húðinni að drekka í sig næringarefni og raka.
Í Glóey eru marðir ólífukjarnar, minta og handtíndar, villtar, íslenskar jurtir sem vinna saman við að endurvekja náttúrulegan ljóma húðarinnar.
60 ml
Notkun
Berið GLÓey andlitsskrúbb á þurra húð og notið fingurgómana til að nudda kreminu varlega á andlit. Nuddið gætilega í hringi frá miðju andlitsins og til hliða. Hreinsið húðina vandlega með volgu vatni og þerrið.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.