Lýsing
Húðvölur eru völulaga líkamsáburður í föstu formi, sem bæði er einfaldara og auðveldara í notkun, og engar umbúðir verða eftir til að farga. Völurnar eru vafðar í bómullarstykki og síðan er þeim pakkað í poka úr lífrænni bómull. Pokarnir henta vel til geyma Völuna í, td á ferðalagi.
Húðvalan er með mildum ilm af blómum og kryddi.
Helstu innihaldsefni eru: kakósmjör, kókosolía, aprikósukjarna olía og möndluolía.
Sérvaldir ilmkjarnar eru notaðir til að gefa völunum eiginleika sína:
Lavender mýkir – Frankincense kemur á jafnvægi – appelsínu ilmkjarnar róa og græða.
Notið eftir daglega sturtu í staðinn fyrir krem og húðin ljómar.
Velgið í höndunum og strjúkið síðan yfir allan líkamann.
Innihaldsefni:
Theobroma cacao (kakósmjör) seed butter Prunus dulcis (möndlu) kernel oil Prunus armeniaca (aprikósu) kernel oil Tocopherol (E-vítamín), Helianthus annuus (sólblóma) oil *Lavandula Angustifolia (lavender) oil *Boswellia carterii (Frankinsence) oil *Citrus aurantium dulcis (appelsínu) Peel oil **Geraniol **Linalool *Hrein ilmkjarnaolía. **Náttúruleg afleiða ilmkjarnaolía
Völusteinar er íslenskt fyrirtæki sem framleiðir náttúrulegar húðvölur og aðrar vörur. Á bak við Völusteina stendur Elín Ólafsdóttir ilmkjarnafræðingur sem framleiðir einnig frábæru Rå Oils olíurnar.
Allar vörurnar eru 100% náttúrulegar, vegan og án skaðlegra efna og rotvarnarefna. Vörurnar eru allar handgerðar í vinnustúdíói Völusteina í Hveragerði.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.