Sápuber lífræn til þvotta – 500 gr.

3,290 kr.

Sápuber eru lífrænt þvottaefni sem bókstaflega vex á trjánum. Stundum kallað sápuhnetur eða sápuskeljar líka. Sápuberin eru vinsæl til þvotta í sveitum Indlands og Nepal og sem náttúrusjampó. Sápuberin þrífa vel en eru mildar á sama tíma. Þvotturinn verður ferskur og hreinn en sápuberin slíta þvottinum ekki á sama hátt og mörg önnur þvottaefni.

Sápuberin eru þurrkuð aldin plöntunnar Sapindus Mukorossi sem innihalda náttúrulega sápu og eru alveg laus við tilbúin eða eitruð innihaldsefni.

Náttúrulegur valkostur við hefðbundið þvottaefni sem mengar ekki og brotnar niður í náttúrurunni.

Hentar viðkvæmri húð og þeim sem hafa ofnæmi eða astma

Availability: Á lager

Vörulýsing

Sápuber eru lífrænt þvottaefni sem bókstaflega vex á trjánum. Stundum kallað sápuhnetur eða sápuskeljar líka. Sápuberin eru vinsæl til þvotta í sveitum Indlands og Nepal og sem náttúrusjampó. Sápuberin þrífa vel en eru mildar á sama tíma. Þvotturinn verður ferskur og hreinn en sápuberin slíta þvottinum ekki á sama hátt og mörg önnur þvottaefni.

Sápuberin eru þurrkuð aldin plöntunnar Sapindus Mukorossi sem innihalda náttúrulega sápu og eru alveg laus við tilbúin eða eitruð innihaldsefni.

Náttúrulegur valkostur við hefðbundið þvottaefni sem mengar ekki og brotnar niður í náttúrurunni.

Hentar viðkvæmri húð og þeim sem hafa ofnæmi eða astma

Innihaldsefni

100% lífræn sápuber (Sapindus Mukorossi)

Laust við plast og öll aukaefni
Stærð

500 g.

Umbúðir

Bómullarpoki

Notkun

1. Setjið 5 sápuber í litla bómullarpokann sem fylgir.
2. Setjið litla pokann með sápuskeljunum í, inn í tromluna á þvottavélinni.
3. Þvoið þvottinn samkvæmt þvottaleiðbeiningum á fatnaðinum.
4. Geymið notuð sápuber, þau má nota allt að fimm sinnum.

Mjög óhreinn þvottur:
Notið 6-8 sápuber eða 500ml af heimatilbúnum sápuberjaþvottalegi (sjá leiðbeiningar hér fyrir neðan).

Lítið óhreinn þvottur:
Notið 3-5 ber eða 250ml af heimatilbúnum sápuberjaþvottalegi (sjá leiðbeiningar hér fyrir neðan).

Nota má ilmolíur með sápuberjunum. Þá má til dæmis setja 10-15 dropa í litla pokann með berjunum áður en þau eru sett í tromluna.

Fyrir erfiða bletti getur verið gott að setja 2 matskeiðar af matarsóda í sápuhólfið á þvottavélinni. Ennig má nota edik.

Heimatilbúinn sápuberjaþvottalögur
1. Setjið 15-20 sápuber (50gr) í pott ásamt 2 lítrum af vatni.
2. Látið suðuna koma upp og sjóðið í 10 mínútur en slökkvið þá undir, setjið lok á pottinn og leyfið að kólna.
3. Síið vökvann frá berjunum, þegar hann hefur kólnað, og hellið í flöskur eða krukkur, merkið og geymið í kæli.
4. Geymið notuðu sápuberin í kæli, þau má sjóða með þessum hætti allt að 4 sinnum.

Notkun á sápuberjaþvottalegi

Í þvottavélina:  Hellið einum bolla/250 ml. af þvottalegi í þvottaefna skúffuna á þvottavélinni og þvoið samkvæmt leiðbeiningum. Fyrir sérstaklega óhreinan þvott: Notið 500 ml. af þvottalegi.

Handþvottur: Notið 250 ml af þvottalegi, þvoið og skolið vel.

Hreingerning: Setjið 400ml af þvottalegi í spreybrúsa og bætið út í 100ml af ediki, einnig má setja út í ilmolíu.

Skordýrafæla: Til að fæla skordýr frá plöntum má blanda 500ml af þvottalegi í spreybrúsa ásamt 10 dropum af lavender, neem, rósmarín eða piparmintu ilmkjarnaolíu. Hristið vel og spreyið svo plönturnar.

Geymið þvottalöginn í kæli og í lokuðu íláti!
Sápuberin eru náttúruleg og geta því verið viðkvæm fyrir geymslu, ekki er gott að geyma sápuberin í raka.

Þegar sápuberin eru hætt að gefa sápu er hægt að setja þau í blandara með vatni og útbúa mauk sem hægt er nota sem almenn hreinsilög, uppþvottalög og sem almenna heimilissápu. Einnig má nota vökvann til að þvo gæludýrum.
Geymið sápuberjamaukið í lokuðu íláti á köldum stað.

Upprunaland

Nepal

Flokkast sem

Berin mega fara í moltu, út í beð, eða í almennt rusl eftir notkun. Þau eru 100% náttúruleg.

Umbúðirnar flokkast sem textíll.

Tengdar vörur

Shopping Cart