Svört meðalstór margnota dömubindi - 3 í pakka

4,290 kr.

Margnota dömubindi úr lífrænni bómull. Þunn polýester (ÖKÖ-tex vottað) filma er í bindunum til að auka lekavörnina. Saumarnir eiga að snúa að þér. Bindin eru fest í nærbuxurnar með því að smella vængjunum saman.

Henta t.d. fyrir meðalmiklar blæðingar og þvagleka.

Ekki til á lager

Vörulýsing

Margnota dömubindi úr lífrænni bómull. Þunn polýester (ÖKÖ-tex vottað) filma er í bindunum til að auka lekavörnina. Saumarnir eiga að snúa að þér. Bindin eru fest í nærbuxurnar með því að smella vængjunum saman, utan yfir nærbuxurnar.

Henta t.d. fyrir meðalmiklar blæðingar og þvagleka.

Kemur í stað einnota dömubinda
Efni

Lífræn bómull ásamt þunnu lagi af ÖEKO-tex vottuðu polýester

Laust við  eiturefni
Umbúðir

Plastpoki eða pappírsfilma (Nóv. '18: Verið er að uppfæra allar umbúðir hjá Imse Vimse í pappírsfilmu, hver af annarri, svo sum bindin eru komin í nýjar umbúðir.)

Stærð

Lengd 25 sm, breidd milli vængja 20, 5 sm.

Upprunaland

Hannað í Svíþjóð, framleitt í Tyrklandi

Meðhöndlun / Þrif

Mælt er með að bindin séu þvegin í vél við 60°. Hver og einn finnur rútínu sem hentar til að þrífa bindin, en það má til dæmis gera eitthvað af eftirfarandi:

Geyma í blautpoka: Það þarf ekki að skola bindin fyrir þvott, það er mögulegt að geyma þau í blautpoka þar til kemur að þvotti

Þrífa strax með köldu vatni: Margi þrífa bindin strax í köldu vatni eftir notkun, áður en þau eru sett í blautpoka eða með óhreina tauinu og finnst það auðvelda frekari þrif

Leggja í bleyti í saltvatn: Það má leggja þau í bleyti í saltvatni í 24 tíma, best að skola blóðið fyrst úr þeim með köldu vatni. Þetta hjálpar til að fjarlægja eða draga úr viðvarandi blettum

Blettahreinsun: Bletti má hreinsa með blettasápu að eigin vali

Vélþvottur: Bindin eru þvegin á 60° þvottavél með því þvottaefni sem hver er vanur að nota

Hvernig má mýkja bindin: Ekki er mælt með notkun hefðbundins mýkingarefnis þar sem það dregur úr rakadrægni bindanna, en það má nota edik í staðin

Það ætti að vera í góðu lagi að þvo bindin með öðrum þvotti þá ekki sé ráðlagt að þvo þau með hvítum þvotti eingöngu

Algengar spurningar

Koma blettir? Það koma líklega einhverjir blettir, en yfirleitt mun minni en margir búast við. Almennt er hægt að ná blettunum úr með því að leggja bindin í saltvatn í 24 tíma og/eða blettahreinsa þau. Ef þú vilt ekki sjá bletti og ekki eyða of mikinn tíma í að reyna að vinna á þeim þá eru svörtu bindin mögulega betri valkostur.

Get ég notað margnota bindi á ferðinni? Mörgum vex í augum að nota margnota bindi á almenningsstöðum, í vinnunni, skólanum og á ferðalögum. Það er einfalt mál að smella bindunum saman á röngunni og geyma í litlum vatnsheldum blautpoka sem hægt er að geyma í töskunni.

Hvað endast bindin lengi? Skv. prófunum endast þau fyrir að lágmarki 200 þvotta.

Eru margnota bindi jafn örugg og get ég haft þau jafn lengi og einnota bindi? Já og já.

Flokkast sem

Textíll
Umbúðirnar sem plast

Tengdar vörur

Shopping Cart