Professor Curl shampoo fyrir krullað hár - Ethique

3,090 kr.

Umhverfisvænt krullusjampó frá Ethique sem þvær á mildan hátt. CGM samþykkt.

 

Availability: Aðeins 1 eftir á lager

Vörulýsing

Professor Curl Shampoo er umhverfisvænt krullusjampó í föstu formi sem er samsett í samræmi við krullu umhirðureglur CGM. Sjampóið hefur rétt pH-gildi og þvær hárið á einstaklega mildan hátt án þess að þurrka krullurnar. Professor Curl inniheldur blöndu rakagefandi efna eins og shea- og kakósmjör sem mýkja og næra hárið. Þú finnur engin súlföt, sílikon, vax eða þurrkandi alkóhól í Professor Curl. Þess í stað ertu með sjampó í föstu formi sem jafnast á við 3 x 350ml brúsa af hefðbundnu fljótandi gæðasjampói.

Krullukubbarnir eru unnir úr náttúrulegum hráefnum af bestu gerð sem aflað hefur verið með sjálfbærum hætti og samsett í samræmi við krullu umhirðureglur CGM. Kubbarnir hjálpa við að næra, efla og endurlífga allar tegundir krulla og ilma af sítrónugrasi og rjómakenndri kókoshnetu.

Notkun:

Bleyttu hárið vel og renndu síðan sjampókubbnum nokkrum sinnum yfir hárið, frá rót til enda.

Leggðu frá þér kubbinn og nuddaðu hárið vel þar til freyðir.

Skolaðu hárið vandlega og endurtaktu. Til þess að kubburinn endist sem best skaltu geyma hann í íláti þar sem hann helst þurr – ATH að ef þú ert með báða krullukubbana (Professor Curl Shampoo og Curlosity Conditioner) þá komast þeir ekki saman í Ethique boxin.

Innihald:

Sodium Cocoyl Isethionate, Stearic Acid, Sodium Cocoyl Glycinate, Theobroma Cacao (Cocoa) Butter, Butyrospermum Parkii (Shea) Butter, Betaine, Brassica Alcohol, Behentrimonium Methosulfate, Lactic Acid, Guar Hydroxypropyltrimonium Chloride, Sodium Isethionate, Parfum^, Cymbopogon Schoenanthus (Lemongrass) Oil, Benzyl Alcohol, Glycerine, Mica, Sodium Chloride, Dehydroacetic Acid, Aqua (Water), Citral*, Geraniol*, Linalool*, Limonene*, Titanium Dioxide, Ci 77891, Ci 77288.

Tengdar vörur

Shopping Cart