Grindarbotnsþjálfi Ruby Kegal Trainer

2,790 kr.

Ruby Kegel trainer er gerður úr hágæða læknisvottuðu sílíkoni, hannaður til að annast líkamann þinn og æfa grindarbotnsvöðvana á auðveldan, þægilegan og heilbrigðan hátt.

Vörulýsing

Ruby Kegel trainer er gerður úr hágæða læknisvottuðu sílíkoni, hannað til að annast líkamann þinn og æfa grindarbotnsvöðvana á auðveldan, þægilegan og heilbrigðan hátt.

Um vöruna

 • Mjúk hönnun fyrir auðveldar grindarbotnsæfingar.
 • Heilbrigt efni (hypoallergenic medical grade silicone).
 • Sérhver kaup styðja félagslegt verkefni Ruby Cup til að stuðla að heilbrigðri líkamsímynd, auknu sjálfsáliti og fræðslu um líffræði æxlunarfæra kvenna í Austur-Afríku.

Eiginleikar

 • 100% vatnsheldur
 • Þvermál: 30mm
 • Þyngd: 55 gr
 • Bolti: Innri málmbolti prófaður samkvæmt EU staðal.
 • Notkunarleiðbeiningar fylgja með og poki úr lífrænni bómull til að geyma vörurna í.

Ávinningur

 • HEILSA: Að styrkja og æfa grindarbotnsvöðvana er mikilvægt til að stjórna þvagleka, styrkja grindarbotninn og koma í veg fyrir legsig.
 • KYNLÍF: Það að æfa grindarbotnsvöðvana getur gefið þér nokkra kosti í svefnherberginu líka; betri, lengri fullnægingar, aukna næmni og ákafa örvun fyrir báða aðila.
 • Í SAMSETNINGU VIÐ RUBY CUP: Ruby Kegel grindarbotnsþjálfinn er einnig frábær fyrir notendur Ruby Cup eða annara tíðabikara, og sérstaklega fyrir konur sem eru að nota bikar eftir fæðingu. Þú notar nefnilega grindarbotnsvöðvana þegar þú setur inn og tekur út tíðabikarinn þinn. Sterkir vöðvar geta hjálpað þér að að koma bikarnum örugglega fyrir og auðvelda þér að þrýsta honum aftur út þegar þú þarft að fjarlægja hann.

Notkunarleiðbeiningar

Komdu þér vel fyrir áður en þú byrjar að nota þjálfann.

 • Settu þjálfann varlega inn í leggönginn.
 • Dragðu saman grindarbotnsvöðvana í 2-10 sekúndur og mundu að taka djúpa andardrætti.
 • Slepptu samdrættinum.

Fyrir byrjendur er besta staðan oftast liggjandi eða hallandi sitjandi staða. Um leið og vöðvarnir eru orðnir sterkari getur þú t.d valið að nota lóðin standandi, því að þegar þú lyftir gegn þyngdaraflinu eykur það styrk þjálfunarinnar.

Get instruction for a full Ruby Kegel Workout to strengthen your pelvic floor muscles.

Þrif og geymsla

Þrífðu lóðin vel eftir notkun, með vatni og mildri náttúrulegri sápu eða sótthreinsi.
Geymdu lóðin í bómullarpokanum sem fylgir með.

Tengdar vörur

Shopping Cart