Bleikar sundbuxur, háar í mittið, unnar úr endurunnu nyloni. Ætlaðar fyrir léttara til miðlungs flæði og/eða sem aukavörn þegar ætlunin er að skella sér í sund á meðan blæðingum stendur.
Buxurnar koma í stærðum XS-XL
Vörulýsing
Háar og fallega bleikar sundbuxur með lekavörn, unnar úr endurunnu polymide. Buxurnar koma í stærðum XS-XL.
Ætlað sem aukavörn eða á þínum léttari dögum. Rakadrægni um 10 ml af túrblóði eða 1-2 túrtappar.
Mjög þægilegt og fljótþornandi efni með UV-vörn sem þolir klór.
Klofbótin samanstendur af þremur lögum. Ysta lagið er vatnshelt sem hindrar að utanaðkomandi vatn leki inn, miðjulagið dregur í sig tíðablóð og raka, og innsta lagið andar vel, er mjúkt og liggur þægilega að húðinni.