Þvottasápuflögur - Marius Fabre - selt eftir vigt

Marseille þvottasápuflögur. Hrein jurtasápa, mild og góð fyrir þvott, húð og umhverfi.

Þessi vara er eingöngu seld eftir vigt í verslun Vistveru sem stendur á 2.790 kr./kg. Við hvetjum fólk til að koma með eigin ílát undir þvottasápuflögurnar

Vörulýsing

Þessi vara er eingöngu seld eftir vigt í verslun Vistveru sem stendur á 2.790 kr./kg. Við hvetjum fólk til að koma með eigin ílát undir þvottasápuflögurnar

Marseille jurtasápa frá Salon-de-Provence, byggir á framleiðsluhefð sömu fjölskyldunnar síðan frá því um 1900. Mild sápan, sem er eingöngu úr náttúrulegum efnum og án allra aukaefna, fer vel með viðkvæman þvott, viðkvæma húð og umhverfið.

Notkun

Að blanda þvottalöginn: Leystu 10-20 g af flögunum upp í 2 L af heitu vatni. Hristu vel.

Fyrir handþvott: Sérlega góð fyrir viðkvæman þvott s.s. ull og silki. Helltu örlitlu af leginum á þvottinn, þvoðu og hreinsaðu vandlega. Notaðu kalt vatn fyrir ullarþvott.

Fyrir þvott í vél: Helltu um 100 ml í þvottahólfið. Ef þú geymir löginn tilbúinn, þá á sápan til að setjast. Hristu dallinn eða flöskuna sem þú blandar í því vel fyrir hvert skipti.

Gott getur verið að bæta af og til ediki í mýkingarhólfið á þvottavélinni, það hreinsar vélina, mýkir þvott og er náttúrulegur lyktareyðir.

Ef vill, má bæta nokkrum dropum af ilmkjarnaolíum út í þvottalöginn.

Til að ná þvottinum alveg hvítum, má bæta teskeið af matarsóda við.

Kemur í stað þvottasápu í plasti og sápu með plastögnum
Innihaldsefni

Pálmolía, vatn, Sodium cocoate, Glycerin*, salt og vítissódi.
*Ekki er um að ræða Glycerín eins og finnst í svokölluðum „Glycerín sápum“ heldur Glycerín sem er náttúrulegur hluti plöntuolíunnar.

Laus við fosföt, rotvarnarefni, dýraprófanir og tilbúin litar- og lyktarefni
Stærð

Selt eftir vigt, 2.790 kr./kg

Umbúðir

Að eigin vali, við getum boðið pappírspoka undir flögurnar og erum einnig með taupoka til kaups sem geta hentað undir sápuna en mælum með að fólk komi með eigið ílát s.s. krukku eða dollu af einhverju tagi.

Vistvera kaupir þvottaflögurnar í 5 kg pakkningum sem koma í stórum taupokum.

Upprunaland

Frakkland, vottuð Marseille sápa

Flokkast sem

Þar sem sápan er hrein náttúruleg jurtasápa er hún skaðlaus fyrir umhverfið. Við mælum auðvitað með að hún notist upp til agna.

Tengdar vörur

Shopping Cart