Sale!

Varasett 3 stk. – HAVU

Original price was: 9,990 kr..Current price is: 2,997 kr..

Sett af varaskrúbb, varamaska og varasalva frá HAVU. Settið inniheldur aðeins náttúruleg innihaldsefni samþykkt af COSMOS. Umbúðir eru 100% niðurbrjótanlegar.

 

Availability: Á lager

Vörulýsing

Varaskrúbbur, varamaski og varasalvi frá HAVU.

Varaskrúbbur

Varaskrúbburinn er unnin úr 60% náttúrulegum olíum, auk birkis. Skrúbburinn inniheldur aðeins náttúruleg innihaldsefni samþykktum af COSMOS. Til að ná sem bestum árangri er best að skrúbba varlega yfir varasvæðið og skola af með vatni. Gott er að bera á sig varasalva ef varir eru viðkvæmar eða ef þær flagna. Vegan.

Helstu innihaldsefni er finnsk birki sem er aukaafurð viðarvinnslu. HAVU leggur áherslu á að leggja sitt af mörkum við að stuðla að hringrásarkerfinu. Varaskrúbburinn frá HAVU gefur finnskum hráefnum nýtt líf og dregur úr CO2 losun. Þar að auki er birki nátttúrulegt og niðurbrjótanlegt.

Innihaldsefni á ensku: Prunus Amygdalus Oil (sweet almond oil), Persea Gratissima Oil (avocado oil), Glycerin, Betula Pendula Wood Powder (birch bark powder), Caprylic/Capric Triglyceride (medium chain triglycerides -oil), Aqua (water), Sucrose Laurate, Sucrose Stearate, Pelargonium Graveolens Oil (geranium bourbon flower oil), Citronellol, Geraniol, Linalool, Helianthus Annuus Seed Oil (sunflower seed oil), Tocopherol (vitamin E).

Varasalvi

Varasalvinn er ætlaður til daglegrar notkunar. Hann inniheldur rakagefandi shea butter og náttúrulegar olíur úr avakadó og möndlum. Varasalvinn er rakagefandi auk þess að vera léttur og því auðvelt að bera á varir. Varasalvinn hentar vel með varalitum til að stuðla að heilbrigði varanna. Varasalvinn inniheldur aðeins náttúruleg innihaldsefni samþykktum af COSMOS, og kemur í niðurbrjótanlegum pakkningum. Vegan.

Innihaldefni á ensku: Butyrospermum Parkii Butter (shea butter), Persea Gratissima Oil (avocado oil), Prunus Amygdalus Oil (sweet almond oil), Euphorbia Cerifera Cera (candelilla wax), Helianthus Annuus Seed Oil (sunflower seed oil), Tocopherol (vitamin E)

Varamaski

Varamaski með náttúrulegum Sea Buckthorn fræolíu.

Auk náttúrulegra innihaldsefna inniheldur varamaskinn Sea Buckthorn fræolíu sem er rík af vítamínum og steinefnum. Sea Buckthorn olían er finnsk olía sem mýkir og róar húðina og hentar fyrir atopic og viðkvæma húðgerðir.

Varasalvinn inniheldur aðeins náttúruleg innihaldsefni samþykktum af COSMOS. Vegan.

Berið maskann á varir og leyfið að vera á eins lengi og mögulegt er. Gott er að láta maskann á varir áður en farið er að sofa svo hann skili sem bestum árangri.

Innihaldsefni á ensku: Prunus Amygdalus Oil (sweet almond oil), Ricinus Communis Seed Oil (castor oil), Euphorbia Cerifera Cera (candelilla wax), Butyrospermum Parkii Butter (shea butter), Hippophae Rhamnoides Seed Oil (sea buckthorn oil), Silica, Helianthus Annuus Seed Oil (sunflower seed oil), Tocopherol (vitamin E), CI 77019 (mica), CI77491 (red iron oxide), CI 77891 (titanium dioxide), CI 77861 (tin oxide)

Umbúðir

Umbúðir HAVU eru gerðar úr Sulapac Premium sem eru lífrænt niðurbrjótanlegt umbúðarefni úr timbri (birki) auk bindiefnis úr jurtum. Umbúðirnar brotna niður í rotmassa. Því er best að skilja við umbúðirnar í þar til gerðum urðunartunnum.

Tengdar vörur

Shopping Cart