Heimaspa

Að búa til heimaspa er ekki erfitt!

Vissir þú að ein einfaldasta leiðin til að nota ilmkjarnaolíur er í sturtunni heima? Þegar gufan frá vatninu er orðin næg, setur þú 5-6 dropa af ilmkjarnaolíu í þvottaklút og ferð með hann í sturtuna. Þú bleytir klútinn,leggur hann yfir andlitið og dregur að þér ilminn (án þess þó að nudda andlitið). Þú getur einnig sett klútinn nálægt krananum þar sem hann kemst í snertingu við rennandi vatnið. Sumar ilmkjarnaolíur líkt og piparmyntan dreifist vel um rýmið, þú getur þá jafnvel lagt klútinn við fæturnar og gufan sér um að bera ilminn að vitum þér.

Vinir okkar hjá THE NATURE OF THINGS mæla með ilmum í morgunsturtuna sem vekja okkur upp t.d. sítrónu, rósmarín, myntu og tröllatré (e. eucalyptus). Fyrir kvöldsturtuna er tilvalið að velja róandi olíur líkt og lavender, sedrusvið (e.cedar) og Frankincense. Auðvelt er að blanda
saman ilmkjarnaolíum til að skapa enn betri og persónulegri upplifun.

Frábær leið til að líða vel á náttúrulegan hátt!

Shopping Cart