HAVU Cosmetics

HAVU er finnskt snyrtivörumerki sem framleiðir gæða snyrtivörur með
áherslu á varir. HAVU einblínir á framleiðslu án skaðlega áhrifa á
náttúruna og er sérstök áhersla lögð á að vinna með náttúrunni en ekki
gegn henni og endurspeglast það í framleiðsluferlinu frá upphafi til
enda.
Vörurnar eru innblásnar af finnskri náttúru og innihalda aðeins einföld
en jafnframt náttúruleg hráefni. Varalitirnir innihalda olíur sem eru
samþykktar af Cosmos og Soil Association og umbúðirnar eru unnar úr
trjám úr skógum Finnlands og Eistlands. Eins er innra birgði varalitanna
unnar úr niðurbrjótanlegum maís. Varalitirnir koma í ólíkum litatónum,
þeir eru mildir og henta því frábærlega fyrir þá sem kjósa náttúrulegt
útlit. Auk varalitanna samanstendur vörulína HAVU af varasalva,
varamaska og varaskrúbb sem rétt eins og varalitirnir er náttúruleg og
koma í niðurbrjótanlegum umbúðum.

HAVU vann Nordic Beauty Awards árið 2020 fyrir besta varalit og bestu
umbúðahönnun.

Shopping Cart